■ Tengiliðir afritaðir í hljóðbúnaðinn
Þegar hljóðbúnaðurinn er tengdur við samhæft tæki sem styður sniðið
PBAP Bluetooth er hægt að afrita tengiliðina (nöfn og símanúmer) úr
innra minni tækisins yfir í hljóðbúnaðinn. Þegar hljóðbúnaðurinn er
tengdur við samhæft tæki sem styður sniðið OPP Bluetooth er hægt að
afrita tengiliðina yfir í hljóðbúnaðinn með því að senda þá úr tækinu um
Bluetooth-tengingu. Upplýsingar um Bluetooth-sniðin sem tækið styður
er að finna í notendahandbók tækisins.
Til að afrita tengiliðina, ef tækið styður PBAP-sniðið, skaltu snúa
hljóðstyrkshjólinu til vinstri þar til
birtist, og ýta á
svartakkann.
blikkar á meðan afritunin fer fram. Ef
birtist skaltu reyna að afrita tengiliðina með því að nota OPP-sniðið.
Til að afrita tengilið ef tækið styður OPP-sniðið velurðu tengiliðinn í
tækinu og sendir hann í hljóðbúnaðinn um Bluetooth-tengingu. Það
tekur lengri tíma að senda nokkra tengliði með OPP-sniðinu heldur en
með PBAP-sniðinu.
Afritunin getur tekið nokkrar mínútur og stöðvast sjálfkrafa þegar búið
er að afrita 600 tengiliði; til að stöðva afritun handvirkt þegar þú notar
PBAP-sniðið skaltu halda svartakkanum inni. Á meðan verið er að afrita
tengiliðina er ekki hægt að nota þá tengiliði sem áður hafa verið
afritaðir í hljóðbúnaðinn.
Ef þú vilt uppfæra tengiliðina í tækinu yfir í hljóðbúnaðinn skaltu afrita
tengiliðina á ný. Ef þú notar PBAP-sniðið koma nýju tengiliðirnir í stað
þeirra sem fyrir voru.
Hljóðbúnaðurinn styður þrjú símanúmer fyrir hvern tengilið. Ef fleiri en
þrjú símanúmer eru vistuð fyrir einhvern tengilið í tækinu og þú vilt að
þrjú tiltekin númer séu afrituð í hljóðbúnaðinn skaltu vista númerin þrjú
sem nýjan tengilið í tækinu.
G r u n n n o t k u n
15