Speakerphone HF 510 - Rafhlaðan hlaðin

background image

Rafhlaðan hlaðin

Áður en rafhlaðan er hlaðin skal kynna sér vel „Upplýsingar um rafhlöðu
og hleðslutæki“ á bls. 18.

Viðvörun: Aðeins skal nota hleðslutæki sem Nokia hefur samþykkt til
notkunar með þessari tilteknu gerð. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll
ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri notkun getur fylgt hætta.

Þegar aukabúnaður er tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.

1. Tengdu snúru hleðslutækisins við tengið.

2. Stingdu hleðslutækinu í samband við aflgjafann. Stingdu t.d. DC-4

hleðslutækinu í samband við kveikjarainnstunguna í bílnum eða

1

2

3

5

4

8

7

6

background image

T æ k i ð t e k i ð í n o t k u n

7

AC-5 hleðslutækinu í innstungu á vegg. Meðan hleðsla fer fram er
hreyfimynd af rafhlöðu á skjánum og rauða stöðuljósið lýsir. Það
gæti tekið allt að 2 klukkutíma og 10 mínútur að hlaða rafhlöðuna
til fulls.

Ef notað er hleðslutæki sem stungið er í samband við
kveikjarainnstungu verður aflið að vera frá 12 volta rafgeymi
í bílnum. Gættu þess að hleðslutækið sé örugglega í sambandi
við kveikjarainnstunguna og trufli ekki bílstjórann.

Hjá sumum bílategundum er kveikjarainnstungan í sambandi við
rafgeymi bílsins jafnvel þótt bíllykillinn sé fjarlægður. Í þeim tilvikum
gæti rafgeymir bílsins tæmst, jafnvel þótt hljóðbúnaðurinn sé ekki
í notkun. Bílaframleiðandinn gefur nánari upplýsingar.

3. Þegar rafhlaðan er fullhlaðin pípir hljóðbúnaðurinn og birtist

á skjánum. Hleðslutækið er fyrst tekið úr sambandi við
hljóðbúnaðinn og síðan aflgjafann.

Fullhlaðin rafhlaða endist í allt að 30 klukkustundir í tali eða allt að
180 klukkustundir í biðstöðu.

Til að sjá hver hleðsla rafhlöðunnar er þegar hljóðbúnaðurinn er ekki
tengdur við hleðslutæki er bent á hleðsluvísirinn á skjánum. Þegar
rafhlaðan er fullhlaðin birtist . Þegar rafhlaðan er að tæmast birtist

á skjánum, rauða stöðuljósið blikkar hægt, og hljóðbúnaðurinn pípir
á fimm mínútna fresti. Þá skal hlaða rafhlöðuna.