Speakerphone HF 510 - Pörun og tenging við annað tæki

background image

Pörun og tenging við annað tæki

1. Gættu þess að slökkt sé á hljóðbúnaðinum og að kveikt sé

á farsímanum.

2. Ef þú hefur aldrei áður parað hljóðbúnaðinn við tæki skaltu kveikja

á hljóðbúnaðinum. Hljóðbúnaðurinn fer í pörunarstillinguna og

birtist á skjánum.

Ef þú hefur áður parað hljóðbúnaðinn við annað tæki skaltu slökkva
á tækinu og kveikja á hljóðbúnaðinum.

3. Eftir u.þ.b. fimm mínútur skaltu gera Bluetooth-tenginguna virka

í farsímanum og stilla tækið á leit að öðrum Bluetooth-tækjum.
Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók tækisins.

4. Veldu hljóðbúnaðinn (Nokia HF-510) á listanum yfir fundin tæki

í tækinu þínu.

5. Sláðu inn Bluetooth-lykilorðið 0000 til að para og tengja

hljóðbúnaðinn við tækið. Í sumum tækjum gæti þurft að koma
tengingunni á að pörun lokinni.

Ef pörunin tekst birtist hljóðbúnaðurinn á listanum yfir pöruð
Bluetooth-tæki í farsímanum.

Þegar hljóðbúnaðurinn er tengdur tækinu og tilbúinn til notkunar birtist
Bluetooth-heiti tækisins á skjánum.

Hægt er að para hljóðbúnaðinn við allt að fjögur tæki en aðeins er hægt
að tengja hann við eitt tæki í einu.

background image

T æ k i ð t e k i ð í n o t k u n

9