1. Inngangur
Með Nokia hljóðbúnaði HF-510 er hægt að hringja og svara símtölum
handfrjálst. Einnig er hægt að afrita símaskrá samhæfa farsímans yfir
í hljóðbúnaðinn og sjá tengiliðina á innbyggða skjánum og hringja í þá.
Hægt er að tengja hljóðbúnaðinn við samhæft tæki sem styður
þráðlausa Bluetooth-tækni.
Lestu þessa notendahandbók vandlega áður en hljóðbúnaðurinn er
tekinn í notkun. Lestu einnig notendahandbókina sem fylgir tækinu sem
þú tengir við hljóðbúnaðinn. Nýjustu útgáfu notendahandbókarinnar
og viðbótarupplýsingar um Nokia-vöruna þína er að finna
á www.nokia.com/support eða vefsvæði Nokia í heimalandi þínu.
Þessi vara getur innihaldið smáa hluti. Þá skal geyma þar sem lítil börn
ná ekki til. Yfirborð platna þessa tækis inniheldur ekki nikkel. Yfirborð
þessa tækis inniheldur ryðfrítt stál.